mánudagurinn 1. mars 2010
Foreldrafćrninámskeiđ
Nú er ný lokið foreldrafærninámskeiði í Súðavíkurskóla í aðferðum uppbyggingar sjálfsaga. Námskeiðið var í fjórum hlutum, tveir klukkutímar í senn. Farið var í grunn hugmyndafræðinnar þannig að foreldrar geti nýtt sér hana í daglegum samskiptum við börn sín, einnig var fólk hvatt til þess að skoða eigin framkomu. Einnig var rætt um lífsgildi og foreldrar í Súðavík voru sammála um að öryggi, virðing og heiðarleiki væru mikilvægustu gildin. Mæting á námskeiðið var mjög góð og lang flestir voru mjög ánægðir. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Anna Lind og Jóna.