ţriđjudagurinn 26. september 2017

Foreldrafćrninámskeiđ í Súđavíkurskóla

Dagana 21.-23.sept sl var haldið Foreldrafærninámskeið í aðferðum Uppeldis til ábyrgðar eða uppbygging sjálfsaga. Súðavíkurskóli hefur Uppeldi til ábyrgðar sem skólastefnu sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórnun barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skóla og foreldra við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Allir feður voru boðaðir fimmtudagskvöldið 21.sept sl og allar mæður mættu á föstudagskvöldinu. Síðan mættu allir foreldrar á laugardagmorguninn en boðið var upp á gæslu leikskólabarna á meðan, þannig að allir kæmust.

Foreldrar Súðavíkurskóla unnu heilmikla vinnu og sameinuðust um fjögur lífsgildi sem þeir vildu að allir hefðu í heiðri. Lífsgildin fjögur eru: Virðing, Sköpun, Kærleikur og Samkennd. Kennarar á námskeiðinu voru Anna Lind Ragnarsdóttir og Jóna Benediktsdóttir. Ég vil þakka Jónu og öllum foreldrum og starfsmönnum skólans fyrir frábært námskeið.

Fleiri fréttir

Vefumsjón