mánudagurinn 14. maí 2007

Forvarnarfyrirlestur á vegum Vá Vest

Vímuefni – Forvarnafyrirlestrar fyrir unglingastig grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum og foreldra barna á leik- grunn- og framhaldsskólaaldri.

 

Á vegum Vá Vesthópsins verður Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi Marítasamtakanna á norðanverðum Vestfjörðum dagana 14. 15. og 16. maí 2007. Hann mun heimsækja nemendur í 8. 9 og 10. bekk grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri þessa daga.

 

Þá mun hann halda fyrirlestra fyrir alla foreldra barna á leik- grunn- og framhaldsskólaaldri. Aðrir fullorðnir eru líka velkomnir á þá fyrirlestra.

 

Þessir fullorðins fyrirlestrar verða haldnir kl.20:00 í sal grunnskólans í Bolungarvík mánudagskvöldið 14. maí nk. og í sal grunnskólans á Ísafirði kl.20:00 þriðjudagskvöldið 15. maí nk. Þessir fundir eru tveggja klukkustundar langir.

 

Fyrir þá foreldra sem komast á hvorugan kvöldfundinn þá heldur Magnús klukkustundar langan fyrirlestur á Hótel Ísafirði í hádeginu þriðjudaginn 15. maí nk. Sá fundur hefst kl.12:00 og stendur til kl.13:00. Á þeim fundi bjóða SKG veitingar öllum fundargestum upp á ókeypis súpu, brauð og kaffi. Þeim Karli, Snorra og Diddu hjá SKG, eru færðar sérstakar þakkir fyrir það framlag til forvarna.

 

Vá Vesthópurinn hvetur alla foreldra til að mæta á einhvern þessara fyrirlestra til að kynna sér heim fíkniefna á Íslandi í dag. Eftir því sem við erum upplýstari um hættur sem steðja að börnunum okkar, þeim mun auðveldara er fyrir okkur að styðja þau á viðkvæmum uppvaxtarárum þeirra.

 

Allir þessir fundir eru í boði Vá Vesthópsins.

 

Með sumarkveðju, Vá Vesthópurinn.

Fleiri fréttir

Vefumsjón