miđvikudagurinn 8. nóvember 2006

Fyrirlestur um einelti

Þriðjudaginn 7. nóv. hlýddu nemendur og kennarar Súðavíkurskóla á fyrirlestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara um einelti. Hefðbundin kennsla féll niður á meðan fyrirlesturinn var sendur út, en hann var sendur í gegnum internetið frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Um kvöldið mættu svo foreldrar og forráðamenn í skólann til að hlusta á Stefán Karl. Fyrirlestrarnir þóttu afbragðs góðir og vera þarft innlegg eineltisumræðuna.

Fleiri fréttir

Vefumsjón