mánudagurinn 11. desember 2017
Gítarkennara vantar
Okkur í tónlistardeild Súðavíkurskóla vantar gítarkennar við skólann.
Um er að ræða 25% kennslu, miðað við innritaða nemendur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.janúar 2018.
Helstu hæfniskröfur: Tónlistarmenntun eða reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið annalind@sudavik.is fyrir 22.desember n.k.
Anna Lind Ragnarsdóttir
skólastjóri