miđvikudagurinn 26. maí 2010
Hjólađ inn í Reykjanes
Í gær 25. maí hjóluðu nokkrir nemendur úr 7.-10.bekk frá Súðavík og inn í Reykjanes. Lagt var af stað klukkan 06:00 og komið í nesið milli klukkan 16:00 - 17:00. Þær Anna Lind og Jóna Ben hjóluðu með þeim til skiptis. Ferðin gekk frábærlega vel í alla staði og sýndu nemendur mikið afrek í verki. Aðrir nemendur skólans og starfsmenn fóru með rútu inn í Reykjanes klukkan 10:00. Veðrið var eins og best verður á kosið og áttu allir yndislegan dag saman.