miđvikudagurinn 1. febrúar 2017

Hvalreki

1 af 2

Í dag 1. febrúar byrjar Lífshlaupið sem er keppni í hreyfingu barna og fullorðinna. Súðavíkurskóli hefur alltaf tekið þátt í þessari landskeppni og oftast verið sigursæll í sínum flokki. Kennarar og nemendur hreyfa sig mikið þessa keppnisdaga, fara í gönguferðir og setja auka púður í alla hreyfileiki. Í dag gengu nemendur yngstu deildar fram á dauða hnísu, í fjörunni neðan við skólann, og jóst var að krummi og fleiri fuglar höfðu gert sér gott af krásinni. Börnin reyndu að telja tennur hnísunnar en gáfust upp - þær voru svo margar. Hreyfing gerir öllum gott - bæði börnum og fullorðnum.

Fleiri fréttir

Vefumsjón