föstudagurinn 12. ágúst 2016
Innkaupalistar detta út
Enginn innkaupalisti verður gerður fyrir nemendur í Súðavíkurskóla fyrir komandi skólaár. Súðavíkurskóli greiðir fyrir öll hefðbundin námsgögn nemenda, nema skólatöskur og pennaveski. Vonandi verða allir hæst ánægðir með þetta fyrirkomulag sem er komið til að vera.