föstudagurinn 18. desember 2015

Jólagrín

Hið árlega jólagrín Súðavíkurskóla fór fram í gær. Leikskólanemendur sungu nokkur lög, tónlistanemendur spiluðu og grunnskólanemendur sýndu frumsamin jólaleikrit, að lokum sýndu nemendur og starfsmenn línudans. Sýningin tókst mjög vel og allir virtust skemmta sér hið besta.

Í dag höldum við ,,Litlu jólin,, að þeim loknum er komið jólafrí. Starfsdagur starfsmanna verður 4.janúar og skóli hefst aftur þriðjudaginn 5.jan.

Fyrir hönd Súðavíkurskóla óska ég nemendum, starfsmönnum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kæru þakklæti fyrir árið sem er að líða.

Fleiri fréttir

Vefumsjón