fimmtudagurinn 19. desember 2013

Jólagrín 2013

Hið árlega jólagrín var haldið á sal Súðavíkurskóla í gær 18.desember. Þar koma allir nemendur skólans fram með eitthvað skemmtilegt fyrir alla. Leikskólanemendur sungu og léku nokkur jólalög, nemendur í yngstu- og miðdeild léku jólaleikrit og unglingarnir voru með kappát, spurningarkeppni og fleira. Skemmtunin tókst í alla staði vel og eiga nemendur og kennarar mikið hrós fyrir skemmtileg atriði.

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón