föstudagurinn 17. desember 2010

Jólagrín í Súđavíkurskóla

Hið árlega jólagrín Súðavíkurskóla var haldið í gær á sal skólans. Dagskráin var afar fjölbreytt og þarna mátti m.a. sjá "Djáknan á myrká" fluttan á glærusýningu með klippimyndum ásamt undirspili, jólasveinaleikrit, söng leikskólanema og uppreisn í skólastofu hjá unglingum. Allir nemendur skólans tóku þátt og virtust allir skemmta sér konunglega bæði leikendur og áhorfendur.

Fleiri fréttir

Vefumsjón