þriðjudagurinn 5. júní 2012

Lambaferð

Leikskólanemendur á Kofraseli fóru í sína árlegu lambaferð í blíðskaparveðri í síðustu viku.

Gengið var niður í gamla þorp og farið í fjárhúsið hjá Eiríki Ragnarssyni en þar tók faðir hans Ragnar Þorbergsson á móti okkur og allir fengu að skoða, klappa og halda á litlum lömbum að vild. Að því loknu var farið í Raggagarð og snæddur hádegisverður. Frábær ferð og allir skemmtu sér konunglega

Fleiri fréttir

Vefumsjón