föstudagurinn 21. október 2016
Í gær fóru nokkrir nemendur úr leik- og grunnskólanum í leikhúsferð í Edinborgarhúsið á Ísafirði. Þjóðleikhúsið bauð nemendum upp á sýninguna um lofthrædda örninn Örvar. Það er óhætt að segja að nemendur skemmtu sér konunglega. Við þökkum kærlega fyrir frábært framtak.