fimmtudagurinn 3. febrúar 2011

Lífshlaupið

Þá er Lífshlaupið hafið og stendur yfir frá 2. - 22. febrúar. Nemendur Súðavíkurskóla tóku þátt í fyrsta skiptið í fyrra og gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina. Að sjálfsögðu ætla allir að leggja hart að sér aftur og gera sitt besta. Þá hafa allir starfsmenn skólans tekið höndum saman og búið til lið sem ber nafnið Hlaupagikkir, þar ætla líka allir, aðsjálfsögðu, að gera sitt besta. En þetta er í fyrsta skiptið sem við keppum í "Vinnustaðakeppni" undir merkjum Súðavíkurskóla.

Fleiri fréttir

Vefumsjón