mánudagurinn 17. október 2011

Litla íţróttahátíđin

Föstudaginn 14.okt.sl var haldin "litla íþróttahátíðin" í húsakynnum Súðavíkurskóla. Þá koma nemendur úr 1.-7.bekk frá fámennu skólunum hér í kring eða Þingeyri, Suðureyri og Flateyri ásamt kennurum, alls um 80 manns. Nemendum er skipt niður í hópa og keppa síðan í hinum ýmsu hefðbundnu/óhefðbundnu greinum. Súðavíkurskóli bauð síðan upp á hádegisverð á Jóni Indíafara og ekki var annað að merkja en að hátíðin hafi tekist vel og allir glaðir með sitt.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón