miđvikudagurinn 28. október 2015

Litla íţróttahátíđin

Föstudaginn 16.okt. sl komu nemendur úr 1.-7.bekk frá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri til okkar í Súðavíkurskóla og þar héldum við ,,Litlu íþróttahátíðina,, sem hefur verið samstarfsverkefni milli þessa skóla í mörg ár. Um 90 nemendum var skipt niður í hópa sem tóku síðan þátt í hinum ýmsu stöðvum, vítt og breytt um skólann og út á skólalóð. Meðal þess sem nemendur tóku þátt í var, myndlistarverkefni, keðjusöng, stöðvavinna í íþróttum, ratleik, frjálsum leik og línudansi. Í lokin tóku allir nemendur og starfsmenn  að syngja keðjusönginn, dansa línudansinn og taka nokkra leiki áður en boðið var upp á hádegisverð. Þetta tókst vonum framar og ekki annað að sjá og heyra en að allir hafi haft gaman af. Við þökkum nemendum og starfsmönnum þessa skóla, kærlega fyrir komuna og hlökkum til næstu hátíðar á næsta ári. 

Fleiri fréttir

Vefumsjón