miđvikudagurinn 2. október 2013
Litla íţróttahátíđin 2013
Hin árlega "litla íþróttahátíðin" verður haldin á Flateyri n.k. föstudag 4.október.
Þarna verða ýmsir leikir og uppákomur fyrir nemendur í 1.-6.bekk frá Súðavík
Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
Farið verður héðan klukkan 8:00 og nemendur þurfa að taka með sér nesti, áætlað
er að koma heim í hádeginu.
Þá má geta þess að hin árlega íþróttahátíði í Bolungarvík verður haldin föstudaginn 11.okt n.k.
en þá fá unglingarnir okkar að taka þátt. Nánar auglýst síðar heim.