mánudagurinn 17. október 2011

Litla íţróttahátíđin

Þá er hinni árlegu "litlu íþróttahátíð" lokið en hún var haldin í Súðavíkurskóla föstudaginn 14.okt sl. Þá komu nemendur úr 1.-7.bekk frá Þingeyri, Suðureyri og Flateyri ásamt kennurum, nemendum er blandað í hópa og keppa því næst í alls kyns óhefðbundnum greinum. Súðavíkurskóli bauð svo öllum til hádegisverðar en alls voru þetta um 80 nemendur og ekki að merkja annað en eintóm gleði og ánægja væri með hátíðina.

Við þökkum öllum nemendum og kennurum sem komu til okkar, kærlega fyrir komuna og hlökkum til að hitta þá aftur að ári.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón