Lokatónleikar tónlistardeildarinnar
Lokatónleikar nemenda í tónlistardeild Súðavíkurskóla, voru haldnir þriðjudaginn 22.maí sl. Aldrei hafa fleiri nemendur stundað tónlistarnám við skólann. Í leik- og grunnskóla voru 40 nemendur í vetur og þar af voru 24 nemendur sem stunduðu tónlistarnám, einkatíma í píanó, gítar, fiðlu og söng. Þetta eru yfir 60% af nemendum þannig að við erum ákaflega ánægð þessa stöðu. Vonum að fleiri sjái sér fært að stunda tónlistarnám næsta vetur. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan alla tónmenntatíma og söngstundir sem allir taka þátt í.
Jóhanna Rúnarsdóttir og Hannah Boswell eru þær sem stýra tónlistarnámi nemenda sem og öllum uppákomum á vegum tónlistardeildarinnar. Til hamingju nemendur og starfsmenn þetta var frábær tónlistarvetur í vetur.