miđvikudagurinn 14. september 2011
Möguleikhúsiđ lék viđ hvern sinn fingur í Súđavíkurskóla
Möguleikhúsið, atvinnuleikhús sem sérhæfir sig í leiksýningum fyrir börn og unglinga, kom og sýndi glænýtt barna- og unglingaleikrit í Súðavíkurskóla nú á haustdögunum. Leikritið nefnist Gýpugarnagaul og dregur nafn sitt af tröllastelpunni Gýpu sem er sífellt svöng og getur illa hamið garnagaulið sem hlýst af svengdinni. Skemmst er frá því að segja að leikritið sló í gegn hjá nemendum og starfsfólki skólans og var vel og vandlega klappað fyrir leikurum við leiklok.