miđvikudagurinn 26. september 2012
Nemendur Súđavíkurskóla gróđursetja tré
Þriðjudaginn 25. september fórum við, nemendur og kennarar, Súðavíkurskóla í okkar árlegu gróðursetningu. Árum saman höfum við skólafólkið gróðursett tré úr Yrkjusjóði í lítinn reit sunnan við þorpið og er þar kominn vísir að skólaskógi. Að auki eiga allir í skólanum sitt eigið ,,fósturtré" sem merkt er viðkomandi. Árlega mælum við ársvöxt þeirra og skráum hjá okkur. Þetta hjálpar nemendum að greina trjátegundir, því gjarnan skapast fjörugar umræður um ágæti og eiginleika tegunda við þessa árlegu úttekt, enda eru nemendur stoltir af sínum skólaskógi.