miðvikudagurinn 12. september 2012

Nemendur í vettvangsferð

 

Nemendur yngstu deildar í Súðavíkurskóla fóru með miðdeild skólans í vettvangsferð suður fyrir þorp. Þar söfnuðu börnin ýmsum plöntum sem þau greina og þurrka. Verkefnið er unnið í tengslum við "Dag íslenskrar náttúru" sem er 16. september ár hvert. Þau yngri njóta góðs af kunnáttu þeirra eldri við að greina plöntutegundirnar og læra frágang plantna fyrir þurrkun. Nemendur munu velja sér plöntu til að teikna og mála og mun afrakstur þessarar vinnu verða sýnilegur á veggjum skólans, starfsfólki, nemendum, gestum og gangandi til gleði og ánægju.

Fleiri fréttir

Vefumsjón