ţriđjudagurinn 11. nóvember 2008
Nemendur vinna til verđlauna
Súðavíkurskóli hefur ávallt verið rómaður fyrir myndmenntir á veggjum skólans. Nemendur hafa alltaf verið duglegir í myndmennt og hafa mörg listaverk litið dagsins ljós hérna í skólanum í gegnum árin. Fyrir skömmu tóku nemendur 5.-6. og 7. bekk þátt í teiknisamkeppni á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Pennans. Þar unnu 4 nemendur Súðavíkurskóla til verðlauna. Dugnaði nemenda má ekki síst þakka metnaðarfullum myndmenntakennara skólans, Dagbjörtu Hjaltadóttur sem hvatt hefur nemendur til dáða í gegnum árin.
Til hamingju með þennan frábæra árangur, Dagga og nemendur.