fimmtudagurinn 8. desember 2011

Síđasta vikan fyrir jól

Vikan 12. – 16. desember 2011

 

Ágætu foreldrar

Nú styttist í að þessari haustönn ljúki og jólaprófin í algleymingi. Tímapróf eru alla þessa viku að föstudeginum undanskyldum (9. des) en þá er prófdagur hjá öllum nemendum og mæting í skólann kl 09:.00. Nemendur fá morgunmat áður en farið er í próf.

 

Að venju gerum við okkur glaðan dag í skólanum áður en við förum jólafrí.

Mánudagurinn 12. des og þriðjudagurinn 13. des verða tímar samkvæmt stundaskrá en unnið í jólakortum og piparkökubakstri í bland við æfingar fyrir jólagrín. Þriðjudaginn 13. des verður jólasund hjá 6. – 10. bekk, þau þurfa að hafa með sér aukaföt (fatasund) og mega taka með sér dót að heiman. Minnum á verkfærin sem nemendur þurfa að hafa við höndina við jólakortagerðina (límstyfti, skæri og liti).

 

Miðvikudagurinn 14. des er starfsdagur kennara. Að venju eiga nemendur frí á starfsdegi en síðasti sundtími vetrarins hjá 1. – 4. bekk ber upp á þennan dag. Því eiga þau að mæta í skólann kl 13:00 og fara í jólasundið.  Í jólasundið mega þau hafa með sér dót að heiman. JJJ

 

Fimmtudaginn 15. des eru foreldraviðtöl og eiga nemendur að mæta ásamt foreldrum/forráðamönnum í skólann samkvæmt tímatöflu.

Kl 16:00 sama dag er Jólagrínið þar sem nemendur bjóða til skemmtidagskrár á sal skólans. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Föstudaginn 16. des eru Litlu jólin, nemendur mæta kl 10:00 í skólann. Koma þarf með pakka ( um það bil kr 500 - 1000) sem á stendur  “Til þín frá mér”, kerti, nammi/smákökkur/snakk og gos að heiman. Kennarar og nemendur eiga samverustund í stofum þar sem lesin er jólasaga og jólakortum útdeilt. Við höfum einnig haft það fyrir venju þennan dag að ganga kringum jólatréð og syngja jólalögin saman. Áætlað er að ljúka þessari dagskrá kl 12:00 og nemendur þá komnir í jólafrí. Skólahald hefst síðan að nýju þriðjudaginn 3. janúar.

 

Með ósk um gleðileg jól,

Starfsfólk Súðavíkurskóla

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón