fimmtudagurinn 16. febrúar 2017

Sigur í Lífshlaupinu

Enn á ný sigrar Súðavíkurskóli í Lífshlaupinu sem er árviss keppni í hreyfingu meðal skóla og fyrirtækja. Nemendur tóku áskoruninni af fullri alvöru og notuðu hverja lausa stund til útileikja, gönguferða og íþróttaiðkana. Allra leiða var leitað til að gera hreyfinguna sem skemmtilegasta með hlaupaleikjum og keppnum. Við í Súðavíkurskóla lítum á Lífshlaupið sem ákjósanlega aðferð til að koma hreyfingunni í gang eftir dimmustu daga vetrarins, enda leggjum við mikla áherslu á hreyfingu og hollustu allt skólaárið. Þrjá morgna í viku fara allir í eltingaleik áður en kennsla hefst og hina tvo morgnana syngjum við saman á sal. Til hamingju Súðavíkurskóli með verðskuldaðan sigur.

Fleiri fréttir

Vefumsjón