miđvikudagurinn 14. janúar 2015

Skemmtileg heimsókn

Það er gaman að segja frá því að við fengum góða gesti í heimsókn sl. þriðjudag. Bergljót fréttamaður og Jóhann myndatökumaður hjá RÚV ráku inn nefið í tilefni 20 ára frá snjóflóði. Þau áttu stutt spjall við Birtu Lind, Björn Halldór og Dagbjörtu kennara, sem ætlunin er að birta í fréttatímum á fimmtudag, föstudag og jafnvel fleiri daga í vikulokin. Við vorum mátulega búin að dusta rykið af frægu listaverki, sem unnið var hér í skólanum eftir flóð og hengja upp í matsalnum. VIð þökkum RÚV fyrir komuna. Við stefnum svo að því að leggja friðarljósakross við minnisvarðann á föstudaginn kemur eða þegar veður leyfir. 

Fleiri fréttir

Vefumsjón