fimmtudagurinn 5. júní 2014

Skólaslit 2014

Súðavíkurskóla var sllitið á sal skólans 29.maí sl. Fjölmennt var á skólaslitunum og var byrjað á því að horfa á fimleikasýningu yngstu nemenda skólans undir stjórn Guðbjargar Bergmundssóttur. Þetta var frábær sýning og allir stóðu sig með mikilli prýði. Þá voru 3 nemendur útskrifaðir úr 10.bekk og það voru þau Einar Bragi Þorkelsson, Mekkín Silfá Karlsdóttir og Samúel Snær Jónasson. Við þökkum þeim samveruna undanfarin ár og óskum þeim heilla í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fleiri fréttir

Vefumsjón