ţriđjudagurinn 12. júní 2018

Skólaslit 2018

1 af 3

Súðavíkurskóla var slitið föstudaginn 1.júní sl. Að þessu sinni útskrifuðust fimm nemendur úr 10.bekk og ætla allir að halda áfram í framhaldsskóla næsta haust. Við kveðjum þá með söknuði en óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Þá útskrifuðust þrír nemendur úr leikskólanum en þeir hafa verið í 0.bekk í vetur í 11 tímum á viku. Þeir eru því velkunnugir grunnskólanum og vita að hverju þeir ganga. Næsta skólaár eigum við von á fjórum nemendum í 0.bekk. Starfsmenn Súðavíkurskóla óskar öllum nemendum gleðilegs sumars og hlakka til að fá þá hressa og káta í haust. Njótið vel!

Fleiri fréttir

Vefumsjón