mánudagurinn 23. ágúst 2010

Skólinn byrjađur

Súðavíkurskóli var settur föstudaginn 20. ágúst sl og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá í morgun. Mikil gleði og eftirvænting ríkti á þessum fyrsta degi. Nemendur í 7.bekk fóru í morgun í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútarfirði ásamt nemendum frá Bolungarvík og Ísafjarðarbæ. Þá er verið að gera klárt fyrir kennslu í málmsmíði og smíði inn á Langeyri en það er langt síðan nemendur okkar hafa fengið kennslu hér heima í þessum fögum.

Fleiri fréttir

Vefumsjón