miðvikudagurinn 18. mars 2015

Sólmyrkvi og skíðaferð

SÓLMYRKVI:  Á föstudaginn munum við  öll tölta yfir í Raggagarð og fylgjast með sólmyrkvanum, með sérstök gleraugu á nefjunum. Þetta er merkilegur viðburður og vonandi verður veðrið hliðhollt okkur. Kennarar hafa kynnt þetta fyribæri og rætt og við munum líka nýta okkur þennan viðburð eftir á.´
SKÍÐAFERÐ:  Á prjónunum er að fara í skíðaferð yfir í Skutulsfjörð nk. þriðjudag - verði veðrið hagstætt. Töluverður spenningur hefur þegar myndast hjá nemendum, enda feiknalega gaman í brekkunum - á skíðum eða sleðum og þotum.
Auk kennara skólans verða 4 fulltrúar foreldra með (amk) til þess að stýra, gæta að og segja til. Farið verðu með rútu og stefnt að því að vera komin í brekkurnar kl. 10:00  
Reiknað er með að skíða a.m.k. til kl. 13:00 og vera þá komin heim undir kl. 14:00 

Fleiri fréttir

Vefumsjón