miđvikudagurinn 30. janúar 2008
Ţorrablót
Á morgun fimmtudaginn 31. janúar verður haldið hið árlega þorrablót nemenda Súðavíkurskóla og hefst gleðin kl. 17:00 á sal skólans. Foreldrar mæta með börnum sínum ásamt fullu trogi af þorramat. Þá verður í boði söngur, dans, glens og gaman og allir taka að sjálfsögðu þátt í skemmta sér og öðrum. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og eru allir velkomnir.
Starfsfólk Súðavíkurskóla