miđvikudagurinn 19. febrúar 2014
Ţorrablót Súđavíkurskóla
Föstudaginn 21.febrúar n.k. verður þorrablót Súðavíkurskóla haldin í íþróttahúsinu klukkan 17:00
Bekkjarfulltrúar og aðrir foreldrar hafa staðið í ströngu við undirbúning blótsins, en allir nemendur leik- og grunnskóla ætla að sýna okkur hin ýmsu skemmtiatriði. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, allir hjartanlega velkomnir.