mánudagurinn 23. mars 2009

Undirbúningur árshátíđar

Nú eru allir nemendur og kennarar á fullu við að undirbúa árshátíð skólans. Þema árshátíðarinnar er "´Sjómannslíf hér áður og fyrr" þar sem nemendur leika og syngja gömul sjómannalög. 
Skemmtunin verður haldin í Samkomuhúsinu laugardaginn 28.mars n.k. kl. 14:00.  Að henni lokinni býður foreldrafélagið upp á kaffi og meðlæti á sal skólans. 
Aðgangseyrir er greiddur inn í skóla og er 1000.-kr fyrir 17 ára og eldri og 500.-kr fyrir börn 6 - 16 ára. 
Leikskólabörn og eldriborgarar fá frítt inn.

Það er von okkar allra að sem flestir sjái sér fært að mæta og sjá þessa frábæru sýningu:)

Fleiri fréttir

Vefumsjón