þriðjudagurinn 22. maí 2012
Útskriftarferð frá leikskólanum
Í gær, mánudaginn 21.maí var útskriftarferð elstu nemenda leikskóladeildarinnar.
Það eru tveir nemendur að útskrifast og fóru þeir með kennara sínum m.a. í heimsókn á
náttúrugripasafnið í Bolungarvík. Í lok ferðar var farið á veitingastaðinn Ömmu Habbý og
sögðu nemendurnir að þetta hefði verið frábær ferð og þá er tilgangnum náð.