föstudagurinn 11. apríl 2014
Vann til verđlauna
Hann Ísak Dýri Arnarson, nemandi í 3. bekk, vann til verðlauna á bókahátíðinni sem haldin var á Flateyri í mars. Þrír aðilar unnu til verðlauna fyrir ljóð sín og var Ísak Dýri einn af þeim. Verðlaunin eru kajakróður með fjölskyldu sinni í sumar. Við í Súðavíkurskóla erum afskaplega stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju.