ţriđjudagurinn 23. janúar 2007

Vinavika

Vikan 22. til 26. janúar hefur verið valin sem vinavika hér í Súðavíkurskóla að þessu sinni.  Þá er sérstök áhersla lögð á að nemendur séu skemmtilegir og góðir við hvorn annan (eins og venjulega) auk þess sem hinn sívinsæli leynivinaleikur fer fram.  Leikurinn hefst með því að nemendur draga úr hatti nafn einhvers nemenda eða kennara, sem þeir eiga síðan að gleðja a.m.k. einu sinni daglega út vikuna.  Mikil leynd ríkir yfir því hver er leynivinur hvers en í lok vikunnar er það hins vegar kunngert með því að nemendur afhenda sínum leynivini spjald sem þeir hafa föndrað í tilefni vinavikunnar.  Vinavikan hefur farið vel af stað og vonumst við til að það verði framhald á því.  

Með vinakveðju, 
     kennarar Súðavíkurskóla

Fleiri fréttir

Vefumsjón