mánudagurinn 9. maí 2016
Vinavika
Í síðustu viku var haldin vinavika, þar sem hver og einn nemandi og starfsmenn hafa dregið nafn vinar úr hatti. Þennan vin gleður viðkomandi með ýmsum hætti t.d. með kortum, myndum og ýmsum öðrum gjöfum. Á fyrsta degi þessarar viku útbúa allir sér barmmerki með fallegum skilaboðum um vináttu og síðasta dag vinavikunnar er ljóstrað upp um hver er vinur hvers og viðkomandi gefur sitt barmmerki. Þessi siður hefur verið haldinn í mörg ár og alltaf jafn skemmtilegur og aldrei of oft kveðið ,, að koma vel fram við hvert annað,,.