miđvikudagurinn 12. mars 2014

Vinavika 2014

Nú stendur yfir vinavika í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn draga nafn úr potti og það verður leynivinurinn þess sem dregur. Það þarf að gleðja leynivin sinn á hverjum degi t.d.með fallegu korti, ljóði, sögu eða smá gjöf.Að sjálfsögðu má ekki gefa upp hver leynivinurinn er þannig að það er mikið pukrast með að senda leynivini sínum:)  Allir gera sér barmmerki þar sem á stendur eitthvað fallegt og bera það þessa vikuna. Þá gera allir fallegt hjörtu með fallegum boðskap og hengja upp á tréð okkar góða. En leilknum lýkur á morgun og þá byrjar skólastjórinn á því að kalla upp sinn leynivin og gefur honum sitt barmmerki og síðan kallar sá á sinn leynivin og svo koll af kolli. Þessir dagar hafa alltaf gengið mjög vel, gott og hollt fyrir alla að huga að vináttu.

Fleiri fréttir

Vefumsjón