Vinavika 24. - 28.janúar
Þessa vikuna hefur staðið yfir vinavika í skólanum. Sameiginlega verkefnið var að búa til skuggamyndir af fólki sem leiðist og tengist þannig vináttuböndum. Í byrjun vikunnar drógu allir nemendur og starfsmenn skólans sinn leynivin og glöddu hann á hverjum degi með einhverju lítilræði. Þá gera allir sér barmmerki með orðum vináttu á og í dag var ljóstrað upp hverjir voru vinir hvers með því að skólastjórinn kallar upp sinn leynivin og gefur honum sitt barmmerki og þannig gengur þetta þar til allir hafa gefið sitt merki og tekið við merki síns leynivinar. Þetta verkefni tókst vel í alla staði og voru allir glaðir með sitt.
Á myndinni sést þegar yngstu nemendurnir syngja fyrir alla en fyrir ofan þá sést í brot af verkefninu skuggamyndir.