miđvikudagurinn 20. apríl 2016
Vorganga 2016
Síðast liðinn fimmtudag 14.apríl brugðum við undir okkur betri skónum og gengum Súðavíkurhringinn sem er 3,5 km. Allir nemendur og starfsfólk Súðavíkurskóla tóku þátt. Flestir fóru hringinn en aðrir fóru veginn og enduðu allir í Raggagarði þar sem borinn var fram morgunmatur í góðu veðri. Endilega njótið myndanna í albúmi sem ber nafnið Vorganga 2016.