ţriđjudagurinn 22. maí 2012

Vortónleikar tónlistardeildar Súđavíkurskóla

Sunnudaginn 20.maí sl, voru vortónleikar tónlistardeildar Súðavíkurskóla haldnir á sal skólans.

Í vetur voru 17 nemendur í tónlistarnámi og er það mjög hátt hlutfall af öllum nemendum skólans.

Tónleikarnir tókust prýðilega og voru áhorfendur afskaplega ánægðir með þá. Öllu tónlistarnámi er

formlega lokið að þessu sinni. Ég vil þakka kennurum tónlistardeildarinnar sem og nemendum fyrir

frábæran vetur, þið eruð skólanum til mikils sóma.

Fleiri fréttir

Vefumsjón