fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Norrćna skólahlaupiđ

1 af 2

 Nú er skólasarf í Súðavíkurskóla nýhafið. Nemendur leik- og grunnskóla brugðu undir sig hlaupaskónum og hlupu Norræna skólahlaupið í dag þ. 24 ágúst. Veðrið hefði ekki getað verið betra, svartalogn og hlýtt. Hluti nemenda hljóp heila 10 km. ásamt skólastjóra á meðan aðrir skokkuðu fimm kílómetra. Börnin eru hress og glöð að hittast eftir að hafa verið í ferðalögum sumarsins og sama má segja um starfsfólkið.

miđvikudagurinn 23. ágúst 2017

Norrćna skólahlaupiđ

Skólahaldið fer vel af stað og allir sælir og glaðir.

Á morgun fimmtudaginn 24. ágúst ætlum við að nýta góða veðrið og fara

í Norræna skólahlaupið. Að þessu sinni ætlum við að fara inn í fjörðinn okkar fagra,

þ.e. gengið, skokkað eða hlaupið inn að Hlíð eða Svarthamri. Nemendur eru hvattir til 

að koma í góðum skóm.

miđvikudagurinn 16. ágúst 2017

Skólasetning

Skólasetning Súðavíkurskóla verður á sal skólans, mánudaginn 21.ágúst n.k. klukkan 16:00. Almennt skólahald hefst klukkan 8:00 þriðjudaginn 22.ágúst.

 

Allir hjartanlega velkomnir

 

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón