mánudagurinn 20. febrúar 2012

Ţorrablót Súđavíkurskóla

Föstudaginn 17. feb sl var haldið hið árlega þorrablót Súðavíkurskóla.

Mikið var um dýrðir en þarna voru sýndir leikþættir, söngur, dans og leikir.

Það eru bekkjarfulltrúar/foreldrar hverjar bekkjardeildar sem sjá um skemmtiatriðin með nemendum. Þetta tókst með prýði

og eiga allir sem komu að blótinu mikið þakklæti fyrir frábæra skemmtun.

föstudagurinn 17. febrúar 2012

1. bekkur vinnur ávaxtakörfu

1. bekkur í Súðavíkurskóla vann ávaxtakörfu í hvatningaleik Rásar 2 og Lífshlaupsins.

Nemendur voru afskaplega ánægð með vinningin enda hafa þeir lagt hart að sér í Lífshlaupinu.

Til hamingju krakkar:)

 

mánudagurinn 6. febrúar 2012

Dagur leikskólans

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans. Í tilefni dagsins fóru starfsmenn og nemendur leikskólans ásamt skólastjóra í heimsókn á skrifstofu Súðavíkurhrepps og afhentu Ómari Jónssyni sveitarstjóra plakat í tilefni dagsins.

Krakkarnir sungu eitt lag og voru kvödd með góðgæti.

Fleiri fréttir

Vefumsjón