föstudagurinn 25. nóvember 2011

Ţakkargjörđarkvöldverđur

Í gærkveldi 24.nóv var öllum foreldrum nemenda í 8.-9.-og 10.bekk boðið í 3ja rétta kvöldverð í skólanum. Þessi skemmtilega uppákoma var í boði nemenda úr þessum bekkjum sem hlutu dygga aðstoð frá umsjónarkennara sínum Pétri Markan og konu hans Margrétar Lilju, sem jafnframt veitir félagsmiðstöðinni forstöðu. Húsnæði skólans var fallega skreytt og við innkomu var boðið upp á fordrykk, aðsjálfsögðu óáfengan. Í forrétt var rækjuréttur, aðalréttur var lambakjöt með dýrindis meðlæti og í eftirrétt var eplakaka með rjóma/ís ásamt kaffi og konfekti. Milli rétta spiluðu nemendur og sungu nokkur lög. Formaður nemendafélagsins hélt ræðu og síðan var spilað myndband sem nemendur höfðu gert í tilefni dagsins, þar sem þeir voru með skilaboð til foreldra sinna, hver og einn þeirra og þökkuðu fyrir ýmislegt sem þeim fannst þakkarvert.

Þetta kvöld ólýsanlega skemmtilegt og eiga Pétur, Milla og allir nemendur í unglingadeild innilegar þakkir fyrir frábæra skemmtun og frábært kvöld.

mánudagurinn 21. nóvember 2011

Tćkni - Legó fyrir alla nemendur

Í morgun kom Jóhann Breiðfjörð hingað í skólann og setti upp námskeið fyrir alla nemendur skóans í tækni -legói. Þetta vakti mikla gleði og voru hin ýmsu fyrirbæri búin til úr legókubbum.

mánudagurinn 21. nóvember 2011

Skólahald í Súđavík 120 ára

Skólahald hófst árið 1891 í Súðavík í húsi sem kallaðist "Gamli skólinn" Friðrik Guðjónsson var fyrsti skólastjóri skólans og var það allt til ársins 1915.

Laugardaginn 19.nóv sl, var haldið upp á 120 ára skólahald í Súðavík á sal Súðavíkurskóla. Fjölmenni mættu í veisluna og var boðið upp á kaffi og veitingar ásamt því að nemendur sungu og spiluðu í tilefni dagsins.

Fleiri fréttir

Vefumsjón