mánudagurinn 12. mars 2012

Efnilegir fótboltmenn í Súđavík

 

 

 

Laugardaginn 10.mars sl, komu þeir Sigurðu Ragnar Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Guðlaugur úr stjórn KSÍ í heimsókn á norðanverða Vestfirði.

Halldór Jónbjörnsson þjálfari í Súðavík á allan heiðurinn að hafa fengið þá félaga vestur til að vera með æfingar og fyrirlestur fyrir alla fótboltaiðkendur. Þeir byrjuðu með æfingar á laugardagsmorguninn og fyrirlestur í framhaldi af þeim. Um hádegið var þeim boðið í hádegismat af Ungmennafélaginu Geisla. Allir voru hæst ánægðir með daginn og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Egill Bjarni Vikse og rokkhundarnir í The Cutaways ađ renna í gegnum slagarann Kyrrlátt kvöld á međan áhorfendur fylgjast agndofa međ.
Egill Bjarni Vikse og rokkhundarnir í The Cutaways ađ renna í gegnum slagarann Kyrrlátt kvöld á međan áhorfendur fylgjast agndofa međ.

Það er rétt rúm vika síðan að gagnfræðideildin lagði land undir fót og hélt til Reykjavíkur til að fylgjast með Agli Bjarna Vikse Helgasyni  og herramönnunum í The Cutaways keppa í söngkeppni Samfés og skella sér á hið risavaxna Samfésball, sem alla glaða gagnfræðinga dreymir um að fara á áður þeir klára skólaskylduna. Skemmst er frá því að segja að ferðin gekk í alla staði vel og voru unglingarnar sómi hreppsins, sverð hans og skjöldur hvar sem þeir komu og fóru.

 

Framtíðin er tónelsk og friðelsk í Súðavík með þessa ungu gagnfræðinga í farabroddi. 

 

ţriđjudagurinn 6. mars 2012

Árshátíđ frestađ

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður árshátíð Súðavíkurskóla frestað til laugardagsins 21.apríl n.k.

 

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón