föstudagurinn 27. apríl 2012

Frí v/árshátíđar

Mánudaginn 30.apríl n.k. verður frí í skólanum í staðin fyrir laugardaginn sem árshátíðin var haldin. Þá er auðvitað frí þriðjudaginn 1.maí þannig að skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 2.maí n.k.

Vonandi nýta allir sér vel þetta frí framundan.

mánudagurinn 23. apríl 2012

Frábćr árshátíđ

Þá er árshátíð skólans lokið og tókst hún með eindæmum vel. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel allir sem einn. Áhorfhendur voru sammála um að þetta hafi verið frábært leikrit. Höfundar þess eru Margrét Lilja og Pétur Markan, ég óska þeim innilega til hamingju með þetta frábæra verk. Þá lék hljómsveit skólans undir nokkur lög úr verkinu en sveitina skipa, Eggert Nielson, Jóhanna Rúnarsdóttir, Eggert Eggertsson, Pétur Markan og Egill Bjarni Helgason. Eitt lagið sem flutt var hafði að geyma texta sem Sigrún Oddsdóttir (móðir Millu) samdi um Álftafjörðinn okkar fagra, einnig samdi Eggert Nielson lag og texta í Candy song laginu sem flutt var. Ég óska nemendum og starfsfólki hjartanlega til hamingju með þessa frábæru sýningu, þið eruð öll skólanum til sóma.

 

 

miđvikudagurinn 18. apríl 2012

Árshátíđ Súđavíkurskóla

Árshátíð Súðavíkurskóla verður haldin laugardaginn 21.apríl n.k. klukkan 14:00 í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni verður sýnt frumsamið leikrit sem kallast Álftafjarðarsúðavikurkaupfélagið og virkilega vert að sjá.

Að sýningu lokinni verður kaffi og veitingar í Súðavíkurskóla í boði foreldra.

Verð fyrir sýningu og kaffihlaðborð er einugis 700.-kr fyrir grunnskólanemendur, 1500,-kr fyrir fullorðna og frítt fyrir leikskólabörn og ellilífeyrisþega.

 

Allir hjartanlega velkomnir og munið "Sjón er söguríkari"

 

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón