ţriđjudagurinn 5. júní 2012

Lambaferđ

Leikskólanemendur á Kofraseli fóru í sína árlegu lambaferð í blíðskaparveðri í síðustu viku.

Gengið var niður í gamla þorp og farið í fjárhúsið hjá Eiríki Ragnarssyni en þar tók faðir hans Ragnar Þorbergsson á móti okkur og allir fengu að skoða, klappa og halda á litlum lömbum að vild. Að því loknu var farið í Raggagarð og snæddur hádegisverður. Frábær ferð og allir skemmtu sér konunglega

fimmtudagurinn 31. maí 2012

Bolvíkingar í heimsókn

Í bongóblíðu í gær 30.maí tóku nemendur og starfsmenn Súðavíkurskóla á móti vinum sínum úr Grunnskólanum í  Bolungarvík. Þetta var flottur hópur nemenda og starfsmanna um 100 manns. Farið var í hinn frábæra og fallega Raggagarð þar sem nemendum beggja skóla var blandað saman og skipt í 3 hópa. Síðan tók hver hópur þátt í  a) stöðvavinnu og leikjum, b) frásögn og fræðslu um snjóflóðin 1995, c) söng í Samkomuhúsinu sem var tekinn upp á disk. Að lokum fengu nemendur frjálsan leik í Raggagarði og starfsmenn skólanna grilluðu pylsur fyrir alla. Þetta tókst frábærlega vel og allir afskaplega ánægðir með daginn. Kærar þakkir fyrir komuna og verið velkomin aftur.

 

 

fimmtudagurinn 31. maí 2012

Reykjanes heimsótt 2012

29.maí sl fóru allir nemendur Súðavíkurskóla ásamt kennurum inn í Reykjanes. Blíðskaparveður var og nýttu allir sér hina frábæru sundlaug á staðnum. Allir borðuðu saman hádegisverð á hótelinu og allir skemmtu sér hið besta. Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur.

Fleiri fréttir

Vefumsjón