miđvikudagurinn 12. september 2012

Nemendur í vettvangsferđ

 

Nemendur yngstu deildar í Súðavíkurskóla fóru með miðdeild skólans í vettvangsferð suður fyrir þorp. Þar söfnuðu börnin ýmsum plöntum sem þau greina og þurrka. Verkefnið er unnið í tengslum við "Dag íslenskrar náttúru" sem er 16. september ár hvert. Þau yngri njóta góðs af kunnáttu þeirra eldri við að greina plöntutegundirnar og læra frágang plantna fyrir þurrkun. Nemendur munu velja sér plöntu til að teikna og mála og mun afrakstur þessarar vinnu verða sýnilegur á veggjum skólans, starfsfólki, nemendum, gestum og gangandi til gleði og ánægju.

föstudagurinn 10. ágúst 2012

Skólastetning 2012

Kæru nemendur og foreldrar

 

Skólasetning Súðavíkurskóla verður á sal skólans fimmtudaginn 23.ágúst n.k. klukkan 17:00

Allir velkomnir

 

Skólastjóri

miđvikudagurinn 6. júní 2012

Skólaslit Súđavíkurskóla

Skólaslit Súðavíkurskóla fórum fram 31.maí sl. Þá voru tveir nemendur úr 10.bekk útskrifaðir.

Næsta skólaár verður sami fjöldi nemenda og var í vetur, miðað við óbreytt ástand en örlítil breyting

verður á starfsmannahaldi. Ég vil þakka öllum nemendum, starfsmönnum, foreldrum og öðrum sem komu að skólahaldinu í vetur innilega fyrir viðburðarríkt og skemmtilegt skólaár. Vonandi eiga allir frábært sumar.

Fleiri fréttir

Vefumsjón