Trúboðar í heimsókn
Þriðjudaginn 2.okt komu tveir trúboðar í heimsókn og sögðu frá starfi sínu og heimahögum í Malavi. Þá spiluðu þau og sungu nokkur lög bæði á ensku og á móðurmáli sínu, öllum til mikillar gleði. Nemendur fengu síðan að spyrja þau að vild og voru mjög áhugasöm. Við gáfum þeim fótbolta til að taka með sér heim og þökkum þeim kærlega fyrir komuna.