miðvikudagurinn 3. október 2012

Trúboðar í heimsókn

Þriðjudaginn 2.okt komu tveir trúboðar í heimsókn og sögðu frá starfi sínu og heimahögum í Malavi. Þá spiluðu þau og sungu nokkur lög bæði á ensku og á móðurmáli sínu, öllum til mikillar gleði. Nemendur fengu síðan að spyrja þau að vild og voru mjög áhugasöm. Við gáfum þeim fótbolta til að taka með sér heim og þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

miðvikudagurinn 3. október 2012

Norræna skólahlaupið

Mánudaginn 1.okt sl. tóku allir nemendur og starfsmenn grunnskóladeildar Súðavíkurskóla þátt í hinu árlega skólahlaupi. Boðið var upp á að fara 2,5 km, 3 km, 4 km og 5 km aðra leiðina. Nemendur fóru samtals 150 km en starfsmenn 50 km. Frábær árangur.

miðvikudagurinn 26. september 2012

Nemendur Súðavíkurskóla gróðursetja tré

Haldið í gróðursetningarferð í blíðviðrinu
Haldið í gróðursetningarferð í blíðviðrinu

Þriðjudaginn 25. september fórum við, nemendur og kennarar, Súðavíkurskóla í okkar árlegu gróðursetningu. Árum saman höfum við skólafólkið gróðursett tré úr Yrkjusjóði í lítinn reit sunnan við þorpið og er þar kominn vísir að skólaskógi. Að auki eiga allir í skólanum sitt eigið ,,fósturtré" sem merkt er viðkomandi. Árlega mælum við ársvöxt þeirra og skráum hjá okkur. Þetta hjálpar nemendum að greina trjátegundir, því gjarnan skapast fjörugar umræður um ágæti og eiginleika tegunda við þessa árlegu úttekt, enda eru nemendur stoltir af sínum skólaskógi.

Fleiri fréttir

Vefumsjón