fimmtudagurinn 14. febrúar 2013

Grímuball og maskadagur

Í gær, öskudag mættu allflestir í "öðruvísi" fötum í skólann sem veitti mikla gleði. Þarna mátti sjá ninjamenn, prinsessur, ýmsar dýrategundir og fleira. Það ríkti mikil eftirvænting eftir grímuballinu sem hófst klukkan 17:00 á sal skólans en að því loknu loksins komið að því að maska. Krakkarnir gengu hús úr húsi og sungu og fengu góðgæti í staðinn.

skólastjóri

fimmtudagurinn 14. febrúar 2013

Lífshlaupiđ 2013

Nú má sjá enn fleiri en áður ganga rösklega um þorpið okkar. Ástæðan er einföld bæði nemendur og starfsmenn skólans eru að taka þátt í hinu árlega Lífshlaupi. Það hefur gengið ljómandi vel og fer hreyfingin vel í alla. Hvet alla til að halda þetta út en Lífshlaupinu lýkur 20.feb n.k.

fimmtudagurinn 14. febrúar 2013

Frábćrt ţorrablót

þá er frábæru þorrablóti Súðavikurskóla lokið. Aldrei hafa fleiri gestir mætt á blótið sem tókst afskaplega vel í alla staði. Hver leiksigurinn af öðrum, kærar þakkir allir sem komu að þessu blóti, þið eigið heiður skilið.

skólastjóir

Fleiri fréttir

Vefumsjón